Back to All Events

Allur regnboginn - hinsegin fræðsla fyrir foreldra

Allur regnboginn - hinsegin fræðsla fyrir foreldra er fræðsluerindi á zoom um kynjafjölbreytileikann.

  • Vilt þú vita hvernig er hægt að tala um hinseginleikann við ung börn?

  • Langar þig að þekkja orð eins og hán, kynsegin, pankynhneigð, kvár, og kunna að nota þau?

  • Viltu vita hvernig er hægt að skapa öruggt umhverfi fyrir fjölbreytileikann í fjölskyldunni þinni?

Á þessu námskeiði verður fjallað um grunnhugtök hinseginleikans, hvernig er hægt að stuðla að því að öll börn upplifi sig örugg og geti verið þau sjálf innan fjölskyldunnar og hvernig er hægt að vinna á móti því mikla bakslagi sem er nú í gangi gangvart hinsegin börnum og ungmennum.

Fræðsluerindið fer fram á zoom og verður hlekkur á zoom fundinn sendur í tölvupósti við skráningu og greiðslu.

Skráning í tölvupóst: solrosradgjof@gmail.com

Verð: 3500kr

Umsagnir:
,,Ég fór á hinsegin fræðslu fyrir foreldra hjá Sólveigu Rós. Það sem við höldum að sé flókið setti hún fram á skýran og einfaldan máta svo auðvelt var að skilja. Léttur og skemmtilegur fyrirlestur um fjölbreytileikann sem við höfum öll gott af að læra af."

„Sólveig setti efnið fram á skýran hátt, var með hlýja nærveru og opnar samræður um fjölbreytileikann. Mjög gagnlegt fyrir öll sem vilja fræðast um hinseginleikann og vita hvernig hægt er að nálgast slíka fræðslu við börn."

„Fór á fræðslu til Sólveigar um hinseginleikann og allan regnbogann. Hún var mjög gagnleg og fróðleg og Sólveig setur efnið fram á mjög skýran og einfaldan hátt með léttum undirtón, spjall og léttleikinn í fyrirrúmi. Höfum öll svo gott af því að uppfræða okkur og læra af Sólveigu sem er sannkallaður viskubrunnur ❤️"

Skráðu þig núna til að taka frá plássið þitt!

Previous
Previous
March 4

Allur regnboginn

Next
Next
August 2

Öryggishringurinn