
Vantar þig fræðslu fyrir foreldrafélagið, vinnustaðinn, bumbuhópinn eða skólann?
Hinseginleikinn, samþykkisuppeldi, virðingarríkar uppeldisaðferðir og regnbogafjölskyldur
Fræðsluerindi
-
Fyrir uppalendur
Er pláss fyrir regnboga í fjölskyldunni þinni? Fræðsluerindi ætlað foreldrum og öðrum uppalendum um hvernig er hægt að skapa styðjandi umhverfi fyrir kynjafjölbreytileikann. Tilvalið fyrir foreldrafélög.
-
Fyrir skóla
Viltu fá fræðsluerindi í leik- eða grunnskólann þinn? Erindið fjallar um hvernig er hægt að skapa rými fyrir hinseginleikann í daglegu starfi og styðja við þau börn sem tilheyra hinsegin regnhlífinni.
-
Fyrir vinnustaði
Er vinnustaðurinn þinn tilbúinn til að taka á móti fjölbreyttum hópi af hinsegin fólki? Kann starfsfólkið að nota kynhlutlaust mál? Fáið fræðsluerindi eða ráðgjöf til að aðlaga vinnustaðinn að fjölbreyttu og nútímalegu samfélagi.