Back to All Events
Námskeið hjá Endurmenntum HÍ. Hvernig er hægt að styðja við kynjafjölbreytileikann á yngstu skólastigunum? Á þessu námskeiði verður farið yfir hinseginleikann og hvernig hann birtist hjá yngstu börnunum og fjölskyldum þeirra. Einnig verða kynntar leiðir til að vinna gegn gagnkynhneigðarhyggju og stuðla að hinseginvænum leik- og grunnskóla þar sem öll börn hafa frelsi til að vera þau sjálf. Kennt í samstarfi við Samtökin ‘78.