Um mig

Sólveig Rós (hún) er foreldra- og uppeldisfræðingur með sérhæfingu í hinsegin málum og fjölbreytileika.

Um mig

Ég er útskrifuð frá Háskóla Íslands með viðbótardiplómu í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Ég er einnig með mastersgráðu í stjórnmálafræði frá University of Victoria og viðbótardiplómu frá Háskóla Íslands í hagnýtri jafnréttisfræði. Ég hef einnig lokið grunnn- og leiðbeinanda námskeiði í Solihull nálguninni, er leiðbeinandi í Öryggishringnum (Circle of Security Parenting) og hef einnig lokið réttindum í Ígrunduðum samræðum (Reflective dialogue - parent education design).

Ég hef starfað um árabil við hinsegin málefni og hef farið með fræðslu á fjölda vinnustaða, skóla og til annarra hópa, bæði sem sjálfboðaliði eða starfsmaður hjá Samtökunum ‘78 og á eigin vegum.

Ég kenni námskeiðið Allur regnboginn í leik- og grunnskóla hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sem verður næst kennt í janúar 2025.

Dæmi um aðila sem ég hef haldið fræðslufræðsluerindi fyrir:

Klifurfélag Reykjavíkur
Fermingarfræðsla Bústaðarkirkju
Opin fræðsla í Hinsegin viku Árborgar
Regnbogafræðsla fyrir foreldrafélag í grunnskóla
Opin regnbogafræðsla fyrir foreldra
Erindi á ráðstefnu í Litháen um einelti og áreitni gegn hinsegin ungmennum
Fræðsla fyrir starfsfólk í leikskóla