Samfélagið verður sífellt fjölbreyttara.
Er þinn vinnustaður tilbúinn?

Kynhlutlaust mál
Trans og kynsegin samstarfsfólk
Fjölbreyttur skjólstæðinga- og viðskiptavinahópur

Þjálfun og ráðgjöf fyrir stjórnendur
Námskeið og fræðsluerindi fyrir minni og stærri hópa
Ráðgjöf varðandi ráðningar, auglýsingar og kynningarefni

Samfélagið verður sífellt fjölbreyttara, ný orð bætast í tungumálið og kröfurnar breytast. Vinnustaðir og stjórnendur þurfa stuðning og ráðgjöf til að halda í við breytta tíma. Hvernig er best að orða kynningarefni til að höfða til einstaklinga af öllum kynjum? Kom einstaklingur á vinnustaðnum út sem trans og þarf samstarfsfólkið stuðning við að venja sig á nýtt orðalag? Þarf að skoða stefnur og verklag með tilliti til kynjafjölbreytileika? Er kominn tími til að taka samtalið á vinnustaðnum til að opna á umræður? Allt þetta bjóðum við upp á. Hafið samband til að smíða fræðslupakka sem er aðlagaður að ykkar þörfum.