Foreldrar þurfa fræðslu og stuðning
Uppeldi til jafnréttis

Þegar við eignumst börn þá vitum við ekki hver þau munu verða - vilt þú skapa öruggt umhverfi inni á þínu heimili?

Tilvalið fyrir foreldrafélög eða foreldramorgna

Allur regnboginn er fræðsluerindi fyrir foreldra og aðra uppalendur um hvernig við getum verið meðvituð um kynjafjölbreytileikann inni á okkar heimili

Viltu þekkja orð eins og pankynhneigð, stálp og hán?

Þetta stutta fræðsluerindi er hugsað fyrir foreldra og aðra uppalendur til að veita hinseginleikanum gaum og fá verkfæri til að ræða hann í daglegu lífi, og vera tilbúin ef að barn í þeirra fjölskyldu er með spurningar eða skyldi koma út sem hinsegin.